Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, var í dag kjörin formaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns Samorku í sögu samtakanna.
Berglind tekur við af Helga Jóhannessyni, forstjóra Norðurorku, sem gegnt hefur stöðunni í fimm ár. Helgi var kjörinn aðalmaður í stjórn til næstu tveggja ára ásamt þeim Sigurði Þór Haraldssyni, veitustjóra hjá Selfossveitum, og Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra HS Orku, að því er segir í tilkynningu.
Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Gestur Pétursson, forstjóri Veitna, Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Þá var Helga Jóhanna Oddsdóttir, sviðsstjóri hjá HS Veitum, kjörin varamaður í stjórn Samorku í fyrsta sinn. Þau Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Veitum, Elías Jónatansson, orkubússtjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sitja áfram sem varamenn í stjórn.
Stjórn Samorku, að loknum aðalfundi 2021, skipa:
Aðalmenn:
Varamenn: