Bílum og íhlutum seinkar vegna skorts á hálfleiðurum

Hálfleiðarar eru til dæmis notaðir til að stjórna margvíslegum tæknibúnaði …
Hálfleiðarar eru til dæmis notaðir til að stjórna margvíslegum tæknibúnaði í bifreiðum. mbl.is

Íslensk bílaumboð hafa orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum með ýmsum hætti og einn anginn af vandanum tengist skorti á hálfleiðurum (e. semiconductors) en þeir eru notaðir til að stjórna margvíslegum tæknibúnaði í bifreiðunum. Þetta staðfesta bæði Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, í samtali við ViðskiptaMoggann. Þeir segja jafnframt að viðskiptavinir hafi sýnt málinu skilning, en bæði hefur seinkun orðið á bílum og varahlutum til landsins vegna þessa.

Í frétt í breska blaðinu The Financial Times segir að helstu bílaframleiðendur heims standi frammi fyrir tilfinnanlegum skorti á hálfleiðurum þar sem framleiðendur hafi tekið búnaðinn til hliðar fyrir tæknifyrirtæki sem framleiða snjallsíma, spjaldtölvur og leikjatölvur, en sala á þeim varningi hefur í mörgum tilvikum aukist mjög mikið í faraldrinum.

Í fréttinni segir til dæmis að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hafi greint frá því að flöskuhálsinn þýddi að fyrirtækið myndi framleiða 100.000 færri bíla á fyrsta fjórðungi þessa árs í verksmiðjum sínum í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína. Ástæðan er að birgjar þeirra í varahlutum, Continental og Bosch, hafa ekki náð að tryggja nægt framboð.

Nissan og Honda, annar og þriðji stærsti bílaframleiðandi Japans, segjast einnig hafa þurft að draga úr framleiðslu. Málið mun til dæmis hafa áhrif á framboð á söluhæsta bíl Nissan, Note. Honda mun einnig draga úr framleiðslu nokkurra tegunda á næstu mánuðum.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK