Creditinfo metið á 20-30 milljarða

Reynir Grétarsson stofnandi Creditinfo fær væntanlega um 10 milljarða fyrir …
Reynir Grétarsson stofnandi Creditinfo fær væntanlega um 10 milljarða fyrir hlutinn sem hann seldi samkvæmt heimildum Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group, móðurfélags Creditinfo á Íslandi, samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á allt að 30 milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins. 

Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Markaðarins miðar það við að fyrirtækið sé í heild sinni metið á 20-30 milljarða króna – endanleg fjárhæð veltur á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum – og má því ætla að virði hlutarins sem Reynir selur sé allt að 10 milljarðar segir í Fréttablaðinu í dag. 

Cred­it­in­fo var stofnað árið 1997, en hjá fé­lag­inu starfa í dag rúm­lega 400 manns í yfir 30 starfs­stöðvum víða um heim. Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að LLCP muni halda áfram að styðja við áfram­hald­andi vöxt og starf­semi Cred­it­in­fo Group á alþjóðavett­vangi.

Reyn­ir Grét­ars­son, stofn­andi Cred­it­in­fo, mun áfram sitja í stjórn fé­lags­ins, en hann verður jafn­framt ann­ar stærsti hlut­hafi fé­lags­ins. Paul Randall, sem gekk til liðs við Cred­it­in­fo árið 2007, leiðir fyr­ir­tækið í næsta vaxtarfasa sem nýráðinn for­stjóri sam­stæðunn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK