EBIT Dominos 16 milljónir

23 Dominos-staðir eru á Íslandi. Veiran hafði áhrif á reksturinn …
23 Dominos-staðir eru á Íslandi. Veiran hafði áhrif á reksturinn 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður Dominos á Íslandi fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á seinni helmingi ársins 2020 var aðeins um 16 milljónir króna, þrátt fyrir milljarða króna veltu. Þetta má sjá með því að draga rekstrarhagnað félagsins á fyrri árshelmingi 2020, sem var 90 milljónir króna, frá ársniðurstöðunni, en EBIT félagsins allt árið var 106 milljónir króna, eða 0,6 milljónir sterlingspunda. Þetta má sjá í nýbirtum ársreikningi Domino's Pizza Group í Bretlandi en íslenska útibúið er í eigu þess breska.

Sala Dominos á Íslandi dregst saman um 7,9% á milli ára í krónum talið, leiðrétt fyrir gengisáhrifum. Hún var 5,7 milljarðar króna árið 2019, eða 36,6 milljónir punda, en 5,2 milljarðar á síðasta ári, eða 29,2 milljónir punda.

Ath. Fréttin hefur verið uppfærð.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK