Nýr kafli að hefjast í sögu Icelandair

Þórarinn Hjálmarsson flotastjóri í flugherminum í Hafnarfirði.
Þórarinn Hjálmarsson flotastjóri í flugherminum í Hafnarfirði. Kristinn Magnússon

Það er spenna í loftinu á flestum starfsstöðvum Icelandair þessa dagana. Félagið hefur nú dustað rykið af MAX-vélunum sem legið hafa kyrrsettar á jörðu niðri í meira en 700 daga. Með hækkandi olíuverði skipta sparneytnir hreyflar vélanna meira máli en áður og þegar markaðir taka að opnast getur skipt sköpum að hafa hagkvæmar og fremur nettar vélar í förum milli landa.

Þrátt fyrir veirufaraldur sem sett hefur ferðaþjónustu um heim allan á hliðina eru forsvarsmenn félagsins bjartsýnir á framhaldið og þessa dagana sækja flugmenn þjálfun á vélarnar í sérhönnuðum flughermi í Hafnarfirði. Innan skamms mun fjölga í flotanum og í lok þessa mánaðar verður fyrsta MAX-9-þotan tekin í notkun. Hún getur ferjað 178 farþega í hverri ferð.

Á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag er einnig bent á að vélin geti nýst betur inn í leiðakerfi Icelandair en talið var þegar ákveðið var að taka MAX-vélarnar í notkun. Drægni hennar er meiri sem leiðir til þess að áfangastaðir á borð við Seattle og Orlando eru nú í færi sem áður var gengið út frá að 757- og 767-vélar félagsins gætu einar sinnt.

Mestu skiptir þó að nú er hinni löngu eyðimerkurgöngu MAX-vélanna lokið og allir sem að málum koma fullyrða að þær séu öruggar og að fólk geti óttalaust tekið sér far með þeim. Að minnsta kosti má fullyrða að engin vél hafi, fyrr né síðar, gengið í gegnum aðra eins naflaskoðun og einmitt hún.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK