Staðfestir ákvörðun um ógildingu samruna

Fé­lög­in sinna lækn­is­fræðilegri mynd­grein­ing­arþjón­ustu, þ.á m. tölvusneiðrann­sókn­um, rönt­gen­rann­sókn­um, ómun, seg­ulóm­un …
Fé­lög­in sinna lækn­is­fræðilegri mynd­grein­ing­arþjón­ustu, þ.á m. tölvusneiðrann­sókn­um, rönt­gen­rann­sókn­um, ómun, seg­ulóm­un og skyggni­rann­sókn­um. AFP

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest með úrskurði sínum ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Íslenskrar myndgreiningar ehf. og Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf.

Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið ógilti samrunann í ágúst á síðasta ári, meðal annars vegna þess að með samrun­an­um hefði keppi­naut­um á markaði fyr­ir mynd­grein­ingu utan sjúkra­húsa á höfuðborg­ar­svæðinu fækkað úr þrem­ur í tvo, með al­var­leg­um, skaðleg­um áhrif­um fyr­ir bæði greiðend­ur og not­end­ur þjón­ust­unn­ar.

Áfrýjunarnefndin var á sama máli og í úrskurðinum kemur fram að samanlögð markaðshlutdeild hefði orðið á bilinu 80 til 100% eftir þjónustuþáttum.

Mynd­grein­ing­ar ehf., hafði áformað að festa kaup á Lækn­is­fræðilegri mynd­grein­ingu ehf. og Íslenskri mynd­grein­ingu ehf. Fé­lög­in sinna lækn­is­fræðilegri mynd­grein­ing­arþjón­ustu, þ. á m. tölvusneiðrann­sókn­um, rönt­gen­rann­sókn­um, ómun, seg­ulóm­un og skyggni­rann­sókn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK