Forstjóri fór fram hjá stjórn

Stjórn Íslandspósts gagnrýndi Birgi Jónsson, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, fyrir að …
Stjórn Íslandspósts gagnrýndi Birgi Jónsson, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, fyrir að fara gegn samþykktum við lækkun gjaldskrár. mbl.is/Hari

Stjórn Íslandspósts gagnrýndi Birgi Jónsson, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, fyrir að fara gegn samþykktum við lækkun gjaldskrár. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnarinnar 7. desember 2020 sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

„Ákvarðanir um taxtalækkun póstsendinga um áramótin 2019/2020 og hækkun í ágúst sl. voru ekki bornar undir stjórn og staðfestar í fundargerð í samræmi við samþykktir félagsins. Forstjóri félagsins bar fulla ábyrgð á þessum ákvörðunum. Stjórn harmar þessa málsmeðferð og er sammála um að eftirleiðis verði þess gætt að upplýsingagjöf og form ákvörðunartöku séu í samræmi við samþykktir félagsins,“ sagði þar m.a. Til upprifjunar varðar málið þá breytingu að miða við eitt gjaldsvæði en ekki fjögur í innlendum pakkasendingum upp að 10 kg. Hafði það í för með sér að verð úti á landi lækkaði mikið.

Jafngilti niðurgreiðslum

Hafa Samtök verslunar og þjónustu sakað Póstinn um að niðurgreiða þannig þjónustuna og með því grafa undan samkeppninni.

Athygli vekur að sama dag og Pósturinn tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun um lækkunina – hinn 16. desember 2019 – undirritaði fyrrverandi forstjóri samþykktir fyrir Íslandspóst ohf. Kváðu þær meðal annars á um skyldustörf stjórnar en meðal þeirra var að setja gjaldskrá fyrir félagið í samræmi við lög.

Þá kemur fram í fundargerð 30. nóvember sl. að Thomas Möller stjórnarmaður fór fram á að fá greiningu á öllum breytingum á gjaldskrá og ítrekaði að þær skyldu lagðar fyrir stjórn. Thomasi var vikið úr stjórn á síðasta aðalfundi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK