Greiða atkvæði gegn starfskjarastefnu Arion

Gildi mun greiða atkvæði gegn tillögu stjórnar Arion banka um …
Gildi mun greiða atkvæði gegn tillögu stjórnar Arion banka um starfskjarastefnu. Ómar Óskarsson

Gildi-lífeyrissjóður mun gera athugasemd við og greiða atkvæði gegn tillögu stjórnar Arion banka um starfskjarastefnastefnu sem verður lögð fram á aðalfundi Arion banka næsta þriðjudag. Þetta segir í tilkynningu frá Gildi.

Í bókun sem Gildi mun leggja fram á fundinum segir meðal annars:

„Stjórn bankans hefur ekki með fullnægjandi hætti rökstutt þörfina og tilgang þess að nýta heimild til þess að koma á fót árangurstengdu launakerfi, aukningu kauprétta og áskriftarréttindum.

Laun stjórnenda bankans virðast að mati sjóðsins, þegar tillit er tekið til möguleika á árangurstengdum greiðslum, kaupréttum og áskriftarréttindum, hærri en það sem gengur og gerist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyrirtækjum sem starfa á íslenskum markaði.“

Þá mun Gildi greiða atkvæði gegn tillögu um þóknun til stjórnarmanna á þeim grundvelli að fjárhæðir sem þar eru lagðar til séu hærri en það sem gengur og gerist. Auk þess mun Gildi greiða atkvæði gegn tillögu um nýjar starfsreglur tilnefningarnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK