Fractal tryggir þriggja milljóna dollara fjármögnun

Guðmundur Hafsteinsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Sara Björk Másdóttir og Björgvin …
Guðmundur Hafsteinsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Sara Björk Másdóttir og Björgvin Guðmundsson. Ljósmynd/Fractal 5

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Fractal 5 hefur sótt þriggja milljóna dollara fjármögnun til bandaríska fjárfestingarsjóðsins Menlo Ventures sem kemur inn í hluthafahóp fyrirtækisins.

Fractal 5 vinnur að þróun hugbúnaðar á sviði samskiptatækni. Forstjóri og stofnandi fyrirtækisins er Guðmundur Hafsteinsson. Hann býr að langri starfsreynslu í tæknigeiranum og starfaði m.a. í Bandaríkjunum í hálfan annan áratug. Síðast var hann yfirmaður vöruþróunar hjá Google. Þar á undan leiddi hann þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, m.a. Apple auk fyrirtækja sem hann kom sjálfur að stofnun á.

Meðstofnandi Guðmundar að fyrirtækinu er Björgvin Guðmundsson sem á að baki langa reynslu í íslenskum fjölmiðlum, síðast sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Síðustu ár hefur Björgvin verið í hópi eigenda KOM ráðgjafar.

Fractal 5 var stofnað í fyrra og hjá því starfa nú fjórir starfsmenn. Segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að sennilega muni starfsfólki fjölga á næstunni eftir því sem vöruþróun þess vindur fram og verkefnum fjölgar.

Innan skamms mun frumútgáfa Fractal 5 fara í prófanir en hún felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband sitt við.

Ásamt Guðmundi og Björgvin starfa þau Sara Björk Másdóttir og Kristján Ingi Michaelsson hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK