Hækkun bréfa Icelandair 6%

Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 166 milljónum króna.
Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 166 milljónum króna. mbl.is

Hækkun hlutabréfa Icelandair í Kauphöll Íslands endaði í 6% en þau tóku talsverðan kipp í kjölfar tíðinda um að ákveðið hefði verið að breyta reglugerðum þannig að Banda­ríkja­menn og Bret­ar geti, á grund­velli fram­vís­un­ar bólu­setn­ing­ar­vott­orðs, komið til Íslands.

Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 166 milljónum króna.

„Við heil­brigðisráðherra lögðum báðar til að breyta okk­ar reglu­gerðum sem varða viður­kenn­ingu vott­orða utan Schengen. Ég mun einnig breyta því að bann við til­efn­is­laus­um ferðum yfir landa­mæri frá lönd­um utan Schengen gildi ekki fyr­ir þá sem eru bólu­sett­ir eða með mót­efni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra við mbl.is í morgun.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra sagði: „Við erum í raun og veru að opna meira.“ Reglu­gerðarbreyt­ing um vott­orð á landa­mær­um er að hluta til á for­ræði henn­ar ráðuneyt­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK