Smásala dróst saman um 3% í Bandaríkjunum í febrúar samkvæmt ráðuneyti viðskipta í Bandaríkjunum.
Samdráttur á milli janúar og febrúar var talsvert verri en við var búist í sölu ýmissa vara, meðal annars bifreiða, húsgagna og raftækja. Smásala jókst um 7,6% í janúarmánuði sem var kærkomin aukning í kórónukreppunni vestanhafs.