Huld nýr stjórnarformaður Icelandic startups

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og stjórnarformaður Icelandic startups.
Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og stjórnarformaður Icelandic startups. Ljósmynd/Silla Páls

Ný stjórn Icelandic startups var kjörin á aðalfundi á dögunum. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, var kjörin formaður stjórnar.

Stjórn Icelandic startups skipa þetta starfsárið þau Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands, Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, og Soffía Kristín Þórðardóttir, Product Portfolio Manager, Origo – Product Labs.

Við sama tækifæri viku úr stjórninni þau Guðmundur Hafsteinsson, fráfarandi formaður stjórnar, Rakel Garðarsdóttir og Þorsteinn G. Gunnarsson, sem verið hefur í stjórninni í áratug.

Icelandic startups veitir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á Íslandi stuðning, en félagið stendur meðal annars að viðskiptahraðlinum Startup Supernova sem er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki. Ásamt hraðlinum skipuleggur Icelandic startups nýsköpunarverkefnin Gulleggið, Til sjávar og sveita, Startup orkidea, Snjallræði, Hringiðu og Firestarter.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka