890 milljarða fjárfesting og 10 þúsund störf

AFP

Bandaríska tæknifyrirtækið Google ætlar að fjárfesta fyrir sjö milljarða bandaríkjadala, sem svarar til 890 milljarða króna, í Bandaríkjunum í ár og skapa þúsundir starfa þar í landi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem forstjóri Google, Sundar Pichai, sendi frá sér fyrir skömmu. „Við stefnum að því að fjárfesta fyrir yfir sjö milljarða dala í skrifstofum og gagnaverum víðs vegar um Bandaríkin og skapa að minnsta kosti 10 þúsund ný full Google-störf í Bandaríkjunum á þessu ári,“ segir í Pichai í yfirlýsingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK