Mikilvægt að hægt sé að ná saman um innviði

Orri Hauksson forstjóri Símans.
Orri Hauksson forstjóri Símans. mbl.is/Golli

„Vonandi er þetta innlegg forstjórans liður í því að í framtíðinni geti verið tekin þjóðhagslega mikilvæg skref í það að samnýta sums staðar dýrar fjárfestingar í stóru og fámennu landi,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. 

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefði svarað gagnrýni Orra Haukssonar, forstjóra Símans á Samkeppniseftirlitið en Páll sagði þá Orra hafa farið með rangt mál og að Samkeppniseftirlið hefði ekki gert athugasemdir við viðræður fjarskiptafyrirtækjanna.

„Mér finnst það jákvæða sem fram kemur í máli forstjóra Samkeppniseftirlitsins vera að það má lesa það þannig að það sé óumdeilt mikilvægi þess að menn geti í afmörkuðum tilfellum náð saman um dýra innviði í stóru landi,“ segir Orri í samtali við mbl.is og bætir við:

„Og frekar þá að samkeppni fari fram ofan á þessum innviðum í staðinn fyrir að það verði jafnvel lítið sem ekkert úr innviðauppbyggingu vegna þess að hver og einn sjái of mikinn kostnað.“ 

„Hins vegar breytir það ekki hinu að það voru mjög eindregin varnaðarorð frá Samkeppniseftirlitinu um að ef aðilar máls færu óvart út fyrir afar þröngan ramma í viðræðum gæti það leitt til refsinga þannig að þetta verkefni hefur varla komist neitt af stað þótt reynt hafi verið. Það er hagsmunamál landsbyggðarinnar og öryggismál fyrir landsmenn alla að óarðbær svæði njóti betri tenginga“, segir Orri að lokum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK