Samkeppniseftirlitið sló samstarf út af borðinu

Orri Hauksson er harðorður í garð Samkeppniseftirlitsins.
Orri Hauksson er harðorður í garð Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nema hvað þá birtist upp úr þurru bréf frá Samkeppniseftirlitinu, sem hafði tekið þátt í öllu ferlinu, þar sem varað var við því að samstarf á milli samkeppnisaðila gæti leitt til refsingar fyrir þá sem tækju þátt. Við það var verkefnið farið út í veður og vind.“

Með þessum orðum lýsir Orri Hauksson, forstjóri Símans atburðarás í kjölfar þess að fárviðri gekk yfir landið í desember 2019 en þar löskuðust ýmsir innviðir, bæði tengdir raforkuflutningi en einnig fjarskiptum. Viðtal við hann birtist í sérblaði sem kom út með Morgunblaðinu í morgun í tilefni Iðnþings 2021.

Hugmyndir kviknuðu um samstarf um uppbyggingu fjarskiptainnviða í kjölfar fárviðris …
Hugmyndir kviknuðu um samstarf um uppbyggingu fjarskiptainnviða í kjölfar fárviðris sem gekk yfir landið í árslok 2019. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Óveður skall á með þeim afleiðingum að rafmagns- og fjarskiptakerfið skemmdist. STrax kviknaði sú hugmynd að leyfa fyrirtækjum í samkeppnisrekstri að taka höndum saman um að laga þá innviði sem þurftu endurbætur á svæðum þar sem markaðurinn fyrir þjónustu þeirra er með minnsta móti. Í landi með aðeins 370.000 íbúa væri stundum best að skapa grunninnviði utan suðvesturhornsins með öðrum leiðum en hefðbundnum samkeppnismarkaði.“

Eftirlitið virðist hafa skipt um skoðun

Segir hann að fyrstu viðbrögð [Samkeppniseftirlitsins] hafi verið mjög jákvæð og bæði fulltrúar stjórnvalda og viðkomandi fyrirtækja samstíga. Hins vegar hafi fljótlega annað hljóð komið í strokkinn eins og að framan greinir.

Vill Orri meina að umgjörð samkeppnismála á Íslandi sé úr hófi „dogmatísk“ eins og hann orðar það, sér í lagi þegar kemur að undantekningartilvikum og áföllum. Þannig sýni dæmi erlendis frá að vernda megi hagsmuni almennings þó að eðlilegt svigrúm sé veitt endrum og sinnum.

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Í Sviss er það t.d. reglan að halda reglulega hringborðsumræður þar sem allir markaðsaðilar í fjarskiptum og tækni taka þátt. Þar eru málin skoðuð í þaula og leitað að skynsamlegum lausnum t.d. fyrir svæði þar sem ekki væri hagkvæmt að veita alla þjónustu nema með samstarfi.“

Segir hann að Íslendingar þurfi ekki að vera „kaþólskari en páfinn“ þegar komi að mögulegu samstarfi keppinauta, t.d. um byggingu vissra innviða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK