Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Securitas.
Jóhann hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia, framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs Ölgerðarinnar og sem aðstoðarforstjóri Icelandic Group.
Jóhann er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.