Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag kl. 14 í streymi. Þann dag kemur ársskýrsla einnig út sem og loftslagsbókhald og sjálfbærniskýrsla. Hægt er að sjá upptöku frá fundinum í fréttinni.
Ávörp:
„Eftirspurn eftir endurnýjanlegri, grænni orku eykst sífellt. Orkuskipti heimsins á næstu áratugum eru gríðarstórt verkefni. Ísland hefur einsett sér að vera laust við jarðefnaeldsneyti árið 2050 og vera í fararbroddi í loftslagsmálum. Í því felast margar áskoranir í orkuvinnslu, en líka fjölmörg tækifæri til uppbyggingar á nýjum iðnaði.
Orkufyrirtæki þjóðarinnar verður leiðandi í þessum umskiptum og byggir þar á sterkum grunni reynslu og þekkingar,“ segir á vef Landsvirkjunar.