Verð hlutabréfa Icelandair hefur fallið um 8% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en mesta lækkunin kom í kjölfar frétta um aukinn fjölda kórónuveirusmita hér á landi.
Samtals hafa átt sér viðskipti með bréf félagsins 198 milljónir.
Í morgun var boðað til auka upplýsingafundar almannavarna vegna faraldursins, en hálftíma síðar var hætt við hann. Ætlar ríkisstjórnin að funda nú eftir hádegi vegna stöðunnar og er búist við upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í kjölfarið.