Vegna hertra sóttvarnareglna verða veitingastaður og kaffihús IKEA lokuð frá og með morgundeginum, 25. mars. Verslunin verður opin frá 11-20.
Frá þessu greinir IKEA í tilkynningu á Facebook.
„Við minnum gesti okkar á að fara varlega og sinna persónulegum sóttvörnum. Grímuskylda er í versluninni og við biðjum alla að spritta hendur þegar gengið er inn,“ segir í tilkynningunni. Um leið er minnt á að vefverslunin verði áfram opin.
„Hægt er að velja á milli þess að sækja vörurnar til okkar eða fá þær sendar.“