Íslandsbanki hefur sagt upp 12 manns sem allir störfuðu á upplýsingatæknisviði bankans. Uppsagnirnar taka gildi þegar í stað. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, í samtali við mbl.is.
Starfsfólkinu var tilkynnt um uppsagnirnar í morgun. Að sögn Eddu starfa um 150 manns á upplýsingatæknisviði bankans.
Hún tekur fram að engar frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar hjá bankanum.