Glugga- og hurðaframleiðandinn Skanva ehf. varð hinn 1. febrúar sl. fyrsta virka fyrirtækið á Íslandi til að skila ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár, 2020.
Hanna Guðmundsdóttir Overby, markaðsstjóri Skanva á Íslandi og í Noregi, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé alltaf gaman að vera fyrst. Hún segir að ástæðan fyrir svo snemmbúnum skilum sé að fyrirtækið sé hluti af austurríska glugga- og hurðafyrirtækinu IFN Holding, einu stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu. „Þar eru ákveðnir verkferlar sem við þurfum að fylgja,“ segir Hanna.
Skanva rekur verslun á Fiskislóð í Reykjavík, ásamt því að reka netverslun. „Við erum brautryðjendur í sölu glugga og hurða á netinu á Íslandi,“ segir Hanna en um danska hönnun er að ræða.
„Skanva- samstæðan stendur fyrir 3,5% af veltu IFN Holding,“ segir Hanna, en IFN velti jafnvirði rúmra 92 ma. íslenskra króna árið 2019.
Lestu meira um málið í Morgunblaðinu í dag.