Ber Róbert Wessman þungum sökum

Höfuðstöðvar Alvogen
Höfuðstöðvar Alvogen mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Kristmannsson, einn nánasti samstarfsmaður Róberts Wessman, forstjóra Alvogen til tveggja áratuga, telur að rannsókn stjórnar fyrirtækisins á starfsháttum og framkomu Róberts í starfi beri vott um hvítþvott.

Þar hafi m.a. verið litið fram hjá háttsemi, sem stjórn Alvogen hafi verið kunnugt um og Róbert þurft að biðjast afsökunar á. Rannsóknin átti rætur að rekja til þess að starfsmaður félagsins sendi kvörtun til stjórnarinnar vegna starfshátta forstjórans.

Í liðinni viku sendi stjórn Alvogen frá sér tilkynningu eftir átta vikna rannsókn lögmannsstofu félagsins vegna umkvartana starfsmanns þess.

„Niðurstaðan er skýr og ljóst að efni kvartananna á sér enga stoð. Ekkert bendir til þess að starfshættir Róberts Wessman séu þess eðlis sem greint er frá í bréfinu og engin ástæða er til að aðhafast neitt vegna þessa máls,“ sagði þar meðal annars.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Halldór hafa ákveðið að stíga fram sem uppljóstrarinn í málinu eftir að nafni hans hafi verið lekið, þrátt fyrir þá vernd sem uppljóstrurum sé ætluð í slíkum málum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka