Birgir kaupir Domino's

Birgir Þór Bieltvedt
Birgir Þór Bieltvedt mbl.is/Árni Sæberg

Fjár­fest­ir­inn Birg­ir Þór Bielt­vedt hef­ur und­ir­ritað samn­ing um kaup á Dom­in­o's á Íslandi. Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins. Selj­andi fyr­ir­tæk­is­ins er Dom­in­o's Group í Bretlandi sem aug­lýsti hlut­inn til sölu í októ­ber síðastliðnum.

Dom­in­o's Group, sem er stærsta pítsu­keðja Bret­lands, keypti starf­sem­ina hér á landi í tveim­ur skref­um árin 2016 og 2017 af Birgi og öðrum þáver­andi hlut­höf­um.

Líkt og greint var frá í ViðskiptaMogg­an­um þann 17. mars síðastliðinn var fjár­fest­ing­ar­sjóður á veg­um Alfa Fram­taks einn eft­ir í viðræðum við Dom­in­o's Group um kaup á starf­sem­inni hér á landi í kjöl­far þess að fjár­festa­hóp­ur með Birgi í far­ar­broddi og ann­ar hóp­ur með Þór­ar­in Ævars­son í Spaðanum í far­ar­broddi, höfðu helst úr lest­inni.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að í þeirri stöðu hafi Alfa Fram­tak gert tals­verðar breyt­ing­ar á til­boði sínu í fyr­ir­tækið og í kjöl­farið hafi fjár­festa­hópi und­ir for­ystu Birg­is verið hleypt að borðinu að nýju. Samn­ing­ar hafi svo náðst nú um liðna helgi.

Blaðið hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um hvert kaup­verðið var en í frétt­inni 17. mars var talið að verðmat á fyr­ir­tæk­inu hlypi nærri 2,5 millj­örðum króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka