Halldór segist ekki hafa gert fjárkröfur á Alvogen

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá …
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá félaginu. mbl.is/samsett mynd

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, sem kvartaði undan starfsháttum Róberts Wessman, forstjóra félagsins, mótmælir því að ásakanir hans séu af fjárhagslegum rótum runnar, líkt og Róbert staðhæfði í yfirlýsingu fyrr í dag.

Þvert á móti hafi það komið skýrt fram að hann gerði ekki fjárkröfu á félagið vegna þessa, sem hafi verið ítrekað í bréfi lögmanna hans til lögmanna Alvogen fyrr í þessum mánuði. Hins vegar hafi hann áskilið sér rétt til þess að sækja bætur til Róberts persónulega.

Í bréfinu segir m.a.:

„Til þess að eyða öllum vafa um að heiðarlegar hvatir hans, að hann sækist ekki eftir nokkrum fjárbótum frá félögunum, og umfram allt til þess að aðilar máls fái tækifæri til þess að halda áfram veginn, er [Halldór] Kristmannsson reiðubúinn til sáttar við félögin […] og mun afsala sér hvers kyns fjárhagskröfum og réttarúrræðum á hendur félögunum (en ekki á hendur [Róberti] Wessman).“

Þá þykir Halldóri merkilegt að lesa það í yfirlýsingu Róberts, að „óháð alþjóðleg lögmannsstofa“ hafi verið fengin til þess að rannsaka umkvartanir sínar. Það sé White & Case, lögmannstofa Alvogen, sem hafi gætt hagsmuna félagsins um árabil, og eigi mikið undir því að halda viðskiptavininum ánægðum.

Bréf lögmanna Halldórs:

Bréf lögmanna Halldórs Kristmannssonar til lögmanns Alvogen.
Bréf lögmanna Halldórs Kristmannssonar til lögmanns Alvogen.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK