Hægt að hlaða símann í rafskútunni

Rafskúturnar komnar með nýtt útlit.
Rafskúturnar komnar með nýtt útlit. Ljósmynd/Hopp

Rafskútum frá Hopp mun fjölga úr 300 í 1.200 í apríl og verður hægt að nota ferðamátann á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni í sumar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hopp.

Skúturnar eru nýjar og búa yfir ýmsum eiginleikum sem ekki hafa sést áður; ber þar helst að nefna stefnuljós, símahaldara með þráðlausri hleðslu, tvöfaldar bremsur, nýjan standara og splunkunýtt útlit.

Rafskútuleigan Hopp er aldeilis að færa út kvíarnar.
Rafskútuleigan Hopp er aldeilis að færa út kvíarnar. Ljósmynd/Hopp
Skúturnar verða nú aðgengilegar víða á landsbyggðinni.
Skúturnar verða nú aðgengilegar víða á landsbyggðinni. Ljósmynd/Hopp

Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp, segir í samtali við mbl.is að margir hafi nýtt sér rafskúturnar í vetur:

Veturinn hefur gengið æðislega, en við trúum því að nagladekkin okkar séu að ýta undir notkun yfir veturinn. En það hefur að sjálfsögðu alls ekki skemmt fyrir að vetur kóngur hefur verið einstaklega mildur. Eins og Bubbi sagði er sumarið tíminn, en við erum náttúrlega í óðaönn að stækka núna til þess að ná inn góðu sumri,“ segir Eyþór léttur.

Hopp hefur þegar opnað starfsemi í Kópavogi en í apríl verður starfsemin opnuð á eftirfarandi stöðum:

  • Garðabær
  • Hafnarfjörður
  • Reykjanesbær
  • Egilsstaðir
  • Vestmannaeyjar
  • Akureyri 
  • Hella
  • Siglufjörður
  • Ólafsvík

Fjöldi skútna á hverjum stað er mismikill, allt frá 15 skútum á Hellu upp í 65 á Akureyri. Helmingur nýju skútnanna er þegar kominn á götur Reykjavíkur og hefur starfsemin þegar hafist í Kópavogi.

Samkeppni á rafskútumarkaðnum hefur aukist á undanförnu ári og bættust tvö fyrirtæki í hóp þeirra sem bjóða upp á leigu á rafskútum í Reykjavík, sem eru nú fjögur talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK