Eyjólfur Árni gefur kost á sér

Eyólfur Árni Rafnsson, formaður SA.
Eyólfur Árni Rafnsson, formaður SA. mbl.is/Árni Sæberg

Eyj­ólf­ur Árni Rafns­son hyggst gefa áfram kost á sér sem formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Hann tók við for­mennsk­unni árið 2017.

Þetta kem­ur fram á vef Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Haft er eft­ir Eyj­ólfi Árna að mikl­ar áskor­an­ir séu fram und­an í ís­lensku at­vinnu­lífi:

„Ískyggi­leg­ar horf­ur um lang­vinnt at­vinnu­leysi valda áhyggj­um. Stærsta áskor­un yf­ir­valda og aðila vinnu­markaðar á kom­andi miss­er­um verður að vinna á at­vinnu­leys­inu. Þótt efna­hagsaðgerðir stjórn­valda hafi mildað höggið sem kór­ónukrepp­an olli til skamms tíma, birt­ast þær sömu aðgerðir í stór­auk­inni skuld­setn­ingu og halla­rekstri rík­is­sjóðs. Þar krist­all­ast sú staðreynd að um­svif at­vinnu­lífs­ins og fram­leiðslu­geta hafa allt að gera með stöðu rík­is­sjóðs sem aft­ur stend­ur und­ir því vel­ferðar­kerfi sem ís­lenskt sam­fé­lag reiðir sig á,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Árni.

Stönd­ug fyr­ir­tæki for­senda vel­ferðar

„Þessi risa­vöxnu verk­efni verða stærstu viðfangs­efni þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem tek­ur við eft­ir kosn­ing­ar síðar á ár­inu. Nú er mik­il­vægt að all­ir vinni sam­stíga að því sam­eig­in­lega verk­efni að skapa störf hjá fyr­ir­tækj­um í at­vinnu­líf­inu. Leiðin út úr krepp­unni er ekki sú að fjölga op­in­ber­um störf­um. Þvert á móti eru stönd­ug fyr­ir­tæki for­senda þess að skapa verðmæt störf. Með því að auka súr­efni til at­vinnu­lífs­ins bæt­um við lífs­kjör fólks í land­inu,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Árni í sam­tal­inu sem birt er á vef SA.

„Ra­f­ræn kosn­ing for­manns meðal aðild­ar­fyr­ir­tækja SA fyr­ir starfs­árið 2021-2022 hefst  þann 14. apríl nk. Til­kynnt verður um kjörið á aðal­fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins þann 12. maí næst­kom­andi,“ seg­ir þar jafn­framt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK