Crymogea gjaldþrota

Kristján B. Jónasson, annar stofnenda og útgáfustjóri Crymogea.
Kristján B. Jónasson, annar stofnenda og útgáfustjóri Crymogea. mbl.is/RAX

Bóka­út­gáf­an Crymo­gea hef­ur verið úr­sk­urðuð gjaldþrota. Var það gert með úr­sk­urði héraðsdóms í síðustu viku og var skipta­stjóri í kjöl­farið skipaður í búið.

Crymo­gea var stofnuð árið 2007 og lagði frá upp­hafi meðal ann­ars áherslu á hand­bragð og stíl bóka sem þar voru gefn­ar út. Útgáf­an stóð meðal ann­ars að út­gáfu ljós­mynda­bók­ar eft­ir Ragn­ar Ax­els­son (RAX) og Pál Stef­áns­son.

Útgáf­an gaf einnig út Flora Islandica og Íslenska fugla, sem upp­haf­lega var eft­ir Bene­dikt Grön­dal. Báðar síðar­nefndu bæk­urn­ar voru gefn­ar út í tak­mörkuðu upp­lagi og tölu­sett­um ein­tök­um, ann­ars veg­ar 500 og hins veg­ar 100 ein­tök­um. Kostaði Flora Islandica tæp­lega 100 þúsund krón­ur, en Íslensk­ir fugl­ar kostaði 230 þúsund krón­ur. Var sú síðar­nefnda hand­bund­in í ís­lenskt sauðskinn og af­hent í viðar­kassa.

Meðal bóka sem Crymogea gaf út var Flora Islandica.
Meðal bóka sem Crymo­gea gaf út var Flora Islandica. mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK