Áfram óvissa um gæði útlána

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálastöðugleikanefnd segir að enn ríki nokkur óvissa um gæði útlána fjármálafyrirtækja og afskriftarþörf vegna farsóttarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu nefndarinnar.

„Enn er óvissa um efnahagsáhrif af völdum Covid-19-farsóttarinnar. Laust taumhald peningastefnu og þjóðhagsvarúðar og aðgerðir stjórnvalda hafa stutt við heimili og fyrirtæki. Þrátt fyrir verðhækkanir á eignamörkuðum hefur sveiflutengd kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri. Enn ríkir nokkur óvissa um gæði útlána fjármálafyrirtækja og afskriftarþörf vegna farsóttarinnar. Nefndin ákvað því í lok mars að halda sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki óbreyttum í 0%,“ að því er segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.

Þar kemur fram að eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Bankarnir hafa greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Þeir búa þannig yfir viðnámsþrótti til að takast á við neikvæðar afleiðingar farsóttarinnar.

„Nefndin telur ástæðu til þess að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Mikilvægt er að jafnvægi ríki á markaðnum á milli framboðs og eftirspurnar. Í núverandi vaxtaumhverfi er nauðsynlegt að lánveitendur sem og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

Fjármálastöðugleikanefnd mun beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK