Borguðu 450 milljónir fyrir húsið

Sólvallagata 14.
Sólvallagata 14.

Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi greiddi 450 milljónir króna fyrir einbýlishús við Sólvallagötu 14, sem var í eigu Andra Más Ingólfssonar, fyrrverandi aðaleiganda Primera Air og Heimsferða, og Valgerðar Franklínsdóttur, eiginkonu hans. Kaupverðið kemur fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins í dag en Smartland greindi frá kaupunum í október. 

Áformað er að húsið verði nýtt sem sendiráðsbústaður en sendiráð Bandaríkjanna er í nýjum húsakynnum við Engjateig. Gert var samkomulag um kauprétt sendiráðsins að húsinu við Sólvallagötu 14 í júní í fyrra, sem það greiddi 150 þúsundir dala fyrir, jafnvirði um 20 milljóna króna, sem var síðan nýttur í lok febrúar á þessu ári. Áætlað er að húsið, sem hefur allt verið endurnýjað að utan og innan á síðustu árum og er fasteignamat þess rúmlega 224 milljónir, verði afhent 1. maí næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK