Byggja á þéttingarreit í Borgartúni

Hér er horft frá hringtorginu á mótum Borgartúns og Nóatúns. …
Hér er horft frá hringtorginu á mótum Borgartúns og Nóatúns. Nýbyggingin Borgartún 24 verður áberandi. Teikning/THG arkitektar

Framkvæmdir eru að hefjast við uppbyggingu 65 íbúða í Borgartúni 24 í Reykjavík. Uppbyggingin kallar á niðurrif eldri mannvirkja. Á reitnum var meðal annars bifreiðaskoðunin Tékkland.

Magnús Magnússon, talsmaður verkefnisins, segir áætlað að framkvæmdirnar taki 24 mánuði. Stefnt sé að því að hefja sölu íbúðanna á síðari hluta ársins 2022.

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll muni sjá um uppbygginguna en félagið hafi nýverið komið inn í hluthafahópinn.

Magnús segir verkefnið fullfjármagnað. Vegna mikillar spurnar eftir íbúðum sé markaðurinn farinn að kalla eftir þessu verkefni.

Miðað við fjölda íbúða og algengt fermetraverð í hverfinu – fermetraverð margra nýrra íbúða í hverfinu hefur verið 650-700 þúsund krónur – má ætla að markaðsverðið muni hlaupa á milljörðum. Þá má geta þess að nú eru aðeins tvær óseldar íbúðir á Höfðatorgi og í Borgartúni 28a af samtals 115 íbúðum.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka