Fyrirspurnum rignir inn vegna innheimtu

Neytendasamtökin hvetja alla sem hafa fengið innheimtukröfu frá BPO innheimtu að óska eftir gögnum um kröfuna. Ástæðan er sú að samkvæmt samtökunum má ætla að stór hluti krafna sem verið er að innheimta snúi að ólöglegum lánum.

Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna en í gær var greint frá því að BPO inn­heimta hefði keypt allt kröf­usafn smá­lána­fyr­ir­tækj­anna Kredia, Hraðpen­inga, Smá­lána, 1909 og Múla.

Enn fremur var greint frá því í gær að BPO byði öllum skuldurum að greiða upp lán sín með niðurfellingu, án dráttarvaxta og innheimtukostnaðar til 15. maí.

Frá því í gær hefur fyrirspurnum rignt inn til samtakanna og eiga þau það flest sameiginlegt að framangreindar upplýsingar frá innheimtufélaginu koma ekki heim og saman. Fjárhæð þeirra reikninga sem BPO hefur sent fyrrum lántökum og Neytendasamtökunum hafa borist, nema ekki einvörðungu höfuðstól krafnanna heldur að því er virðist einnig lántökukostnaði, innheimtukostnaði og vöxtum. Þá voru kröfur settar inn í heimabanka seint í gær, 13. apríl, með eindaga sama dag. Hefur þetta valdið lántakendum vanda og verður að teljast afar óeðlilegt. Þá eru dæmi um að kröfur hafi hækkað mikið, jafnvel tvöfaldast frá því í gærkvöldi,“ segir á vef Neytendasamtakanna.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Neytendasamtökin hafa alla tíð ráðlagt fólki að greiða til baka höfuðstól lánanna en ekki ólöglega vexti þessara lána og minna á að áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest að fram til maí 2019 hafi vextir þessara lána verið hærri en lög og þarf neytandi því ekki að greiða þá. Jafnframt hvetja samtökin til þess að lántakar leiti skuldajöfnunar, hafi þeir greitt of mikið af lánum sínum.

Ætla má að stór hluti þeirra krafna sem sagðar hafa verið keyptar og BPO innheimta innheimtir nú varði ólögleg lán (flýtigjaldslán, rafbókarlán og lán með ÁHK langt umfram löglegt hámark),“ kemur enn fremur fram á vef Neytendasamtakanna.

Þau hvetja alla sem hafa fengið kröfu í heimabanka frá BPO að kalla eftir gögnum varðandi hana; sundurliðun, hvenær lán var tekið, hver var vaxta- eða lántökukostnaður og hvaða kostnaður hefur fallið á hana á þeim tíma, svo sem innheimtukostnaður eða dráttarvextir. Þeir sem hafa þegar greitt af ólöglegum lánum ættu að fara fram á skuldajöfnuð.

Tilkynning á vef Neytendasamtakanna

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK