AGS segir brugðist við af festu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Arnþór Birkisson

Nýtt álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum er jákvætt og til marks um það að hér hafi verið haldið rétt á spilum. Þetta segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Í álitinu er að mestu farið fögrum orðum um efnahagsviðbrögð. Brugðist hafi verið við faraldrinum af festu, atvinnuleysisbætur hækkaðar, styrkir veittir til greiðslna á uppsagnarfresti, létt á skattbyrði og framlög til opinberrar fjárfestingar aukin.

Hvað varðar peningastefnuna, segir Ásgeir að hún hafi virkað sem skyldi og vísar til stýrivaxtalækkana og annarra aðgerða sem gripið hefur verið til til að bæta lausafjárstöðu bankanna. Stýrivextir hafa lækkað úr 4,50% í 0,75% á síðustu tveimur árum og hafa aldrei verið lægri. Ásgeir segir seðlabanka í öðrum ríkjum beggja vegna Atlantshafsins ekki hafa haft sama svigrúm til þessara aðgerða, enda stýrivextir víða verið í kringum núllið í áraraðir, ef ekki neikvæðir.

En lágum vöxtum fylgir greiðara aðgengi að lánsfé til allra nota, þar á meðal húsnæðiskaupa. Fasteignaverð hefur hækkað hratt að undanförnu og hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Í áliti AGS er bent á að hraður vöxtur fasteignalána geti skapað áhættu sem bregðast þurfi við, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka