Hagar selja sig úr lyfjarekstrinum

Reykjavíkur apótek var stofnað árið 2009.
Reykjavíkur apótek var stofnað árið 2009.

Hagar hafa selt apótek sín sem rekin voru undir nafninu Reykjavíkur apótek til tveggja aðila. Annars vegar til fyrrverandi eiganda apóteksins og hins vegar Lyfju.

Reykjavíkur apótek var stofnað árið 2009 af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni og rak þá eitt apótek við Seljaveg í Reykjavík. Fyrir um tveimur árum seldi hann 90% hlut sinn til Haga, en átti áfram 10% á móti félaginu. Í framhaldinu opnuðu Hagar aðra lyfjaverslun undir sama merki í Skeifunni.

Hagar tóku síðar þá ákvörðun að hætta rekstri lyfjaverslana og einbeita sér að kjarnarekstri og því var ákveðið að selja þessar tvær lyfjaverslanir. Nú hefur Ólafur keypt þá lyfjaverslun sem hann kom upphaflega af stað, en Lyfja keypti verslunina í Skeifunni.

Hagar eru því með sölunni búnir að selja frá sér þann lyfjarekstur sem félagið átti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK