Bjarg íbúðafélag nær ekki að endurfjármagna nærri þriggja milljarða skuldbindingar sínar sem stendur þar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað allar lánveitingar að sinni.
Ástæða stöðvunarinnar er alvarlegur ágreiningur stofnunarinnar við fjármála- og efnahagsráðuneytið um hvernig fjármögnun stofnunarinnar skuli háttað.
Heimildir ViðskiptaMoggans herma að dráttur á endurfjármögnun Bjargs valdi því að félagið getur ekki lækkað leiguverð gagnvart skjólstæðingum sínum eins og stefnt hafi verið að.