Íhugar tvö ný Reykjavíkur Apótek

Ólafur Adolfsson lyfsali segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á …
Ólafur Adolfsson lyfsali segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á Reykjavíkur Apóteki á Seljavegi.

Ólafur Adolfsson lyfsali segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á Reykjavíkur Apóteki á Seljavegi.

Einnig á hann Apótek Vesturlands á Akranesi og Apótek Ólafsvíkur, sem verður rekið undir hatti Apóteks Vesturlands.

Ólafur og meðeigendur seldu Högum 90% hlut í Reykjavíkur Apóteki árið 2019 en hann hélt eftir 10% eignarhlut í félaginu. Hann hefur nú keypt til baka 90% hlut. Þá seldu Hagar rekstur Reykjavíkur Apóteks í Skeifunni til Lyfju en smásölurisinn opnaði það apótek árið 2020 eftir kaupin á 90% hlut í Reykjavíkur Apóteki árið 2019.

Skortur á bílastæðum

Ólafur segir framkvæmdir hafa sett strik í reikninginn hjá Reykjavíkur Apóteki á Seljavegi. Við uppbyggingu íbúða gegnt apótekinu, og endurbyggingu gamla Héðinshússins í hótel, hafi verið þrengt að umferð og skortur verið á bílastæðum. Borið hafi á því að viðskiptavinir hafi ekið í Skeifuna til að geta verslað við Reykjavíkur Apótek.

Ólafur segir að þegar apótekið á Seljavegi hafi náð sér á strik komi til greina að opna fleiri apótek.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK