Opna veitingahús og bar í Urriðaholti

Urriðaholtsstræti 2-4 stendur við hlið húss Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Urriðaholtsstræti 2-4 stendur við hlið húss Náttúrufræðistofnunar Íslands. mbl.is/Baldur Arnarson

Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda viskíbarsins Dillons á Laugavegi, segir stefnt að því að opna veitingahús á Urriðaholtsstræti 2-4 í haust.

„Við verðum með hollan og góðan mat sem fólk getur borðað á staðnum eða tekið með sér. Fólk sem starfar í húsinu mun þannig hafa aðgang að hollum og góðum mat alla daga vikunnar,“ segir Jón Bjarni um fyrirhugaða þjónustu.

Byggingin er þriggja hæða til austurs en fjögurra hæða til vesturs. Skrifstofur verða á efri hæðum en húsbyggjendur, Urriðaholt ehf., hafa ekki hafið formlega markaðssetningu á þessum leigurýmum. Stefnt er að afhendingu í haust.

Jón Bjarni segir að staðurinn verði í senn kaffihús, veitingastaður og bar. Jafnframt verði hægt að horfa á íþróttaviðburði á staðnum.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK