Með frumvarpi um lögfestingu svonefndrar tilgreindrar séreignar, samkvæmt kröfu ASÍ, eru algjörlega virtar að vettugi athugasemdir meirihluta hagsmunaaðila, sem lögðu fram frumvarpsdrögin árið 2019.
Þetta segir Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, m.a. í grein sinni í Viðskiptamogganum í dag.
Arnaldur segir að með því að greiða iðgjöldin í tilgreinda séreign sé valfrelsi og sveigjanleiki sjóðfélaganna í útgreiðslum skert verulega.
Telur Arnaldur að ráðstöfun 3,5% iðgjalds í viðbótarsparnað, í stað tilgreindrar séreignar, væri betri fyrir sjóðfélaga, en samkvæmt frumvarpinu sé sú leið ekki heimil.