Ætlar að gera Domino's gjaldþrota

Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, hyggst koma risanum á pítsumarkaðnum, Domino's, í þrot á fimm árum. Telur hann fyrirtæki sitt aðeins þurfa 6-7 staði til þess að ná því markmiði.

Í ítarlegu viðtali í Dagmálum fer Þórarinn yfir pítsumarkaðinn og fullyrðir að yfirbyggingin hjá Domino's og mjög þétt net útsölustaða sé helsti veikleiki fyrirtækisins. Fagnar hann áformum nýrra eigenda um að fjölga stöðum enn frekar.

Þórarinn var í hópi fjárfesta sem gerðu tilraun til þess að kaupa Domino's undir lok síðasta árs þegar breskir eigendur fyrirtækisins auglýstu það til sölu. Segir Þórarinn að þar hafi opnast tækifæri til þess að stökkva nokkur ár fram í tímann og innleiða hugmyndafræði Spaðans í starfsemi risans á markaðnum.

Niðurstaðan varð hins vegar sú að aðrir kaupendur urðu að Domino's og segir Þórarinn að í því ljósi sé verkefnið að leggja fyrirtækið að velli í stað þess að umbreyta því.

Þórarinn er gest­ur Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Dag­mál­um á sumardaginn fyrsta.

Þættir Dagmála eru opnir öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK