Domino's svarar Spaðanum

Auglýsingin birtist á samfélagsmiðlum Domino's á Íslandi í kvöld.
Auglýsingin birtist á samfélagsmiðlum Domino's á Íslandi í kvöld. Samsett mynd

Domino's á Íslandi sendi frá sér auglýsingu á samfélagsmiðlum rétt í þessu þar sem fyrirtækið segist vera „stoltur stuðningsaðili allra þeirra sem elska Domino's í spað“. Í auglýsingunni er eflaust vísað í orð Þórarins Ævarssonar, eiganda pítsustaðarins Spaðans, sem sagði í viðtali í Dagmálum í dag að hann stefndi að því að keyra Domino's í þrot. 

Í viðtalinu sagðist Þórarinn myndu gera Domino's gjaldþrota á fimm árum og að Spaðinn þyrfti aðeins að opna á sex til sjö stöðum í viðbót til þess að ná því markmiði sínu. 

Domino's og Spaðinn hafa elt grátt silfur saman allt frá því Spaðinn var opnaður í maí á síðasta ári. Þá gagnrýndi Þórarinn verðlagningu Domino's sem fór af stað með tríó-tilboð um svipað leyti og Spaðinn var opnaður. Tilboðið felur í sér að þrjár pítsur af matseðli eru á 50% tilboði í hverjum mánuði. 

Þáverandi markaðsstjóri Domino's, Anna Fríða Gísladóttir, svaraði þeirri gagnrýni og sagði fyrirtækið fagna samkeppninni. Hún sagði enn fremur að lengi hefði staðið til að fara af stað með tríó-tilboðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK