Costco-áhrifanna gætir nú víðar

Með verðlækkunum á fleiri stöðum en í kringum Costco má …
Með verðlækkunum á fleiri stöðum en í kringum Costco má segja að innreið Costco-áhrifanna í fleiri bæjarfélög sé hafin, nú í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Hér sjást ekki núgildandi verð. Ljósmynd/Samsett

Eldsneytisverð lækkaði nýverið á stöðvum Orkunnar á Bústaðavegi og í Reykjanesbæ og er það nú nær því sem þekkist á eldsneytisstöð Coscto í Kauptúni. Þar kostar lítrinn vanalega um 180-190 krónur en á stöðvum annarra olíufélaga í kring hefur hann verið um og yfir 200 krónur.

Með verðlækkunum á fleiri stöðum en í kringum Costco má segja að innreið Costco-áhrifanna í fleiri bæjarfélög sé hafin, nú í Reykjavík og í Reykjanesbæ. 

Á vefsíðunni gsmbensin.is má finna verðsamanburð á eldsneytisverði um land allt, sem uppfærður er reglulega. 

Eldsneytisverð á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, 23. apríl.
Eldsneytisverð á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, 23. apríl. Skjáskot/GSMbensín

Samkeppnin er virk

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, móðurfélags Orkunnar, segir við mbl.is að samkeppni á eldsneytismarkaði sé mjög virk og því kæmi það honum ekki á óvart ef fleiri eldsneytisfyrirtæki myndu bregðast snögglega við. 

Spurður hvort áhrif lækkunar á eldsneytisverði geti haft dómínó-áhrif á önnur olíufélög og þannig komið á verðstríði, segir Árni að erfitt sé að spá um slíkt.

„Það hefur alltaf verið stefna hjá Orkunni að bjóða lægsta verðið, af þeim sem eru með stöðvar sem eru opnar öllum, allan sólarhringinn. Við höfum verið að vinna í því núna undanfarið að einfalda kostnaðarstrúktúrinn hjá okkur með það að markmiði að einfalda verðlagninguna og lækka verð. Þetta er liður í því.

Samkeppnin er mjög virk, eins og þú segir, og keppninautar hafa brugðist mjög hratt við þegar við höfum lækkað. Við fylgjumst bara með og erum á tánum.

En eru einhver áform um verðlækkanir á fleiri stöðum, hvaða staðir kæmu þá til greina?

„Ekkert sem ég er tilbúinn að segja frá núna, en það er alltaf í endalausri skoðun hjá okkur alla daga.“

Árni Pétur Jónsson forstjóri Skeljungs.
Árni Pétur Jónsson forstjóri Skeljungs. Ljósmynd/Skeljungur

Lækkuðu verðið í Reykjanesbæ

Árni ítrekar að verðlækkanir séu í stöðugri skoðun hjá Orkunni, enda sé markmið félagsins að selja ódýrasta eldsneytið á markaðnum. Hann segir þó mikilvægan lið í því vera að koma til móts við viðskiptavini og sýna samfélaglega ábyrgð – það hafi verið gert með verðlækkunum í Reykjanesbæ.

„Við lækkuðum náttúrulega verðið í Reykjanesbæ, lækkuðum það núna á miðvikudaginn. Það var svona liður í því að svara ákalli samfélagsins þar um að bregðast við erfiðu atvinnuástandi á svæðinu. Það var biðlað til olíufélaganna að sýna samfélagslega ábyrgð og við tókum að sjálfsögðu þá ákvörðun að verða við því ákalli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK