Amazon opnar hárgreiðslustofu

Viðskiptavinur skoðar litamöguleikana á spjaldtölvuskjá.
Viðskiptavinur skoðar litamöguleikana á spjaldtölvuskjá. Ljósmynd/Amazon

Bandaríski netverslunarrisinn mun í næstu viku opna nýja hárgreiðslustofu á besta stað í London. Þar verður gerð tilraun með nýja tækni sem gæti gjörbreytt rekstri hárgreiðslustofa.

Þökk sé gagnvirkum veruleika geta viðskitpavinir fengið að sjá á skjá hvernig nýr hárlitur eða tiltekin klipping fer þeim áður en hárskerinn svo mikið sem mundar skærin.

Á meðan þeir sitja í rakarastólnum hafa viðskiptavinir spjaldtölvu til afnota til að stytta sér stundir á meðan hárskerinn athafnar sig. Að klippingu og litun lokinni geta viðskiptavinir síðan tekið myndir af sjálfum sér í sérstökum krók á hárgreiðslustofunni.

Þá verður nýja hárgreiðslustofan líka notuð til að prófa vörukynningarlausn þar sem viðskiptavinir einfaldlega benda með fingri á vöru sem stillt hefur verið upp í hillu og birtast þá á skjá ýmsar upplýsingar um vöruna sem viðskiptavinurinn getur síðan pantað heim að dyrum í gegnum netverslun Amazon.

Til að byrja með mun aðeins starfsfólk Amazon geta nýtt sér þjónustu hárgreiðslustofunnar en á komandi vikum verður almenningi gefinn kostur á að panta þar tíma. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK