Töluvert um hækkanir í kauphöllinni í dag

Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 3,8% í kauphöllinni í dag.
Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 3,8% í kauphöllinni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Töluverðar hækkanir urðu í kauphöllinni í dag og námu heildarviðskipti dagsins 5,5 milljörðum króna. Við lokun markaðar bar á hækkunum hjá fasteignafélögum og Icelandair.

Mesta hækkunin í kauphöllinni var á gengi hlutabréfa fasteignafélaganna Eikar (4,%) og Reita (4%). Námu viðskipti með bréfum í Eik 224,5 milljónum og 397,5 milljónum í tilfelli Reita. Einnig hækkuðu hlutabréf í Regin en sú hækkun nam 2,7% í 212,6 milljóna viðskiptum.

Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair um 3,8% í 576,5 milljóna viðskiptum, í Festi um 2,8% í 412 milljóna viðskiptum og í Marel 2,3% í 750,8 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréf Kviku banka hækkuðu um 2,2%, Haga um 1,5% og VÍS um 1,1%.

Aðeins voru hluthafar þriggja félaga sem sáu gengi hlutabréfa sinna minnka í dag en sá samdráttur var lítils háttar. Bréf Brims lækkuðu um 0,9%, Origo um 0,5% og Sýnar um 0,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK