„Ég heiti Halldór og ég er uppljóstrari“

Halldór hefur sett á fót vefsíðu þar sem hann deilir …
Halldór hefur sett á fót vefsíðu þar sem hann deilir reynslu sinni. Skjáskot/Alvowhistleblower.com

Halldór Kristmannsson, náinn samstarfsmaður Róberts Wessmans forstjóra Alvogen til átján ára, hefur sett á fót vefsíðu þar sem hann greinir frá sinni eigin reynslu af meintu vinnustaðaeinelti og áreitni af hendi Róberts. 

„Þessi vefsíða endurspeglar mína eigin reynslu af því að greina frá röð atburða, vinnustaðaeinelti og áreitni, oft undir áhrifum áfengis, af hendi Róbert Wessmans, hins umtalaða „Víkingaforstjóra“ (e. Viking Boss) lyfjafyrirtækjanna Alvogen og Alvotech.“

Segir þar að í janúar 2021, þegar hann var framkvæmdastjóri þessara fyrirtækja, hafi hann sent stjórn þeirra bréf þar sem hann greindi frá áreitni af hendi Róberts sem hann varð vitni að eða heyrði af.

Segist ekki hafa verið að biðja um peninga

„Með bréfaskriftunum var ég ekki að biðja um peninga. Ég var bara að biðja um almennilega athugun á framkomu Róberts og að brugðist yrði við á viðeigandi hátt,“ segir í texta á vefsíðu Halldórs, sem ber heitið alvowhistleblower.com.

Segir þar enn fremur:

„Því miður hafa uppljóstranir mínar orðið til þess að ég hef sjálfur orðið fyrir aðkasti. Alvogen og Alvotech hafa neitað að bregðast við, hunsað sönnunargögn sem styðja framburð minn og varið Róbert öllum ásökunum. Þau hafa sótt að mér opinberlega þess í stað.

Þessi síða segir sögu mína. Ég vona að hún gefi öðrum hugrekki til þess að láta í sér heyra á vinnustaðnum og breyta hlutunum til betri vegar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK