Ráða 24 flugmenn til viðbótar

Icelandair fjölgar flugmönnum nú þegar fyrirtækið býr sig undir að …
Icelandair fjölgar flugmönnum nú þegar fyrirtækið býr sig undir að ferðamannastraumur yfir hafið muni aukast á komandi mánuðum. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair Group hefur ákveðið að ráða 24 flugmenn til viðbótar við þá tæplega 150  sem fyrirtækið hefur að störfum. Þetta herma heimildir mbl.is. Í næstu viku munu koma til starfa 18 flugmenn sem nýverið voru endurráðnir til fyrirtækisins.

Hefur fyrirtækið ráðist í þessar ráðningar með hliðsjón af væntri fjölgun flugferða á komandi mánuðum.

Samkvæmt áætlunum Icelandair Group er gert ráð fyrir að 180-200 flugmenn verði í ráðningarsambandi við það á komandi sumri en það mun m.a. ráðast af hlutfalli flugs milli Ameríku og Evrópu hversu margir verða ráðnir. Flug til Bandaríkjanna og Kanada er mannaflsfrekara en Evrópuflugið vegna þess að áhafnir dvelja að minnsta kosti yfir nótt í fyrrnefndu ferðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK