Flugáhafnir færðar framar í röðina

Atlanta stundar fraktflug á milli Evrópu, Asíu, Afríku og Bandaríkjanna.
Atlanta stundar fraktflug á milli Evrópu, Asíu, Afríku og Bandaríkjanna.

Flugáhafnir sem þurfa að dvelja erlendis lengur en sólarhring í senn hafa verið færðar framar í bólusetningarröðina og munu fá bólusetningu gegn kórónuveirunni með hópi 8 í stað 10. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Atlanta, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að niðurstaðan sé mjög ánægjuleg og í fullu samræmi við ráðleggingar WHO og EASA. „Þetta er það eina rétta í stöðunni og lykilatriði í að tryggja varnirnar á landamærunum,“ segir Baldvin.

Hann á von á því að bólusetningar hefjist í byrjun maí og ljúki í júní. Hjá Atlanta snýr þessi breyting að flugmönnum og flugvirkjum.

Baldvin Már Hermannsson forstjóri Atlanta.
Baldvin Már Hermannsson forstjóri Atlanta.

Baldvin segir að fyrir aðila eins og Atlanta, sem sinnir alþjóðlegum vöruflutningum með lyf, matvæli og annan varning, sé þetta algjörlega nauðsynlegt til að gera þeim kleift að halda áfram sínum rekstri. Starfsmenn Atlanta séu berskjaldaðri fyrir smitum en margir aðrir, enda um að ræða fraktflug á milli Evrópu, Asíu, Afríku og Bandaríkjanna. Snertifletirnir við veiruna geti því verið víða, þótt gripið hafi verið til ítarlegra varúðarráðstafana í nánu samstarfi við yfirvöld hér heima.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK