Lyfja sá tækifæri til vaxtar í Skeifunni

Lyfja keypti í síðustu viku Reykjavíkur apótek í Skeifunni af …
Lyfja keypti í síðustu viku Reykjavíkur apótek í Skeifunni af Högum. Baldur Arnarson

Hagar tilkynntu í síðustu viku að fyrirtækið hefði selt Reykjavíkur apótek og rekstur tveggja verslana. Annars vegar við Seljaveg en kaupandi var Ólafur Adolfsson og hins vegar í Skeifunni en kaupandi var Lyfja. Á vef Haga segir að salan til Lyfju sé með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju, bendir á góða staðsetningu apóteksins í Skeifunni, þegar hún er spurð um ástæðu kaupanna.

„Góðar staðsetningar eru lykilatriði þegar kemur að því að einfalda lífið fyrir viðskiptavini. Skeifan er eitt mest sótta verslunarsvæði landsins og við hlökkum til þess að geta boðið upp á góðar vörur og veitt persónulega þjónustu með reynslumiklu starfsfólki í Skeifunni.“

Aukin áhersla á forvarnir

Spurð hvaða tækifæri Lyfja sjái á markaðnum bendir Sigríður Margrét á breytingar á neyslumynstri.

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju.
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju.

„Áhersla á heilbrigði, vellíðan og forvarnir hefur sjaldan verið jafn mikil. Þjóðin er að eldast og við viljum að hún eldist vel því þegar okkur líður vel þá gerum við allt betur. Vellíðan og heilsa fólks er okkar hjartans mál og erum við að aðlaga verslanir okkar, fræðslu og vöruval með það að leiðarljósi. Undanfarna áratugi hefur lyfjaverð til neytenda út úr apótekum á Íslandi lækkað um helming að raunvirði,“ segir Sigríður Margrét og bendir á ýmsa aðra þjónustu hjá Lyfju. Til dæmis sé hægt að fá þjónustu hjúkrunarfræðinga án þess að panta tíma.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK