Hagnaðist um 900 milljónir á fyrsta ársfjórðungi

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags.
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. mbl.is/Styrmir Kári

Eik fasteignafélag hagnaðist um tæpar 900 milljónir á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Heildartekjur félagsins á sama tímabili námu rúmlega 2 milljörðum króna, þar af námu tekjur félagsins af leigu húsnæðis tæplega 1,9 milljarður króna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins en fjórðungsuppgjörið var samþykkt á stjórnarfundi þess í dag. 

Heildareignir félagsins eru metnar á um 108 milljarða króna en skuldir þess voru metnar á um 74 milljarða króna, þar af bera um 63 milljarðar vexti. 

Áhrif kórónuveirufaraldursins eru sögð umtalsverð, en áætluð áhrif á afkomu félagsins út árið er enn óbreytt frá því í febrúar á þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi er talið að félagið hafi orðið af 130-140 milljóna króna hagnaði vegna faraldursins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK