Mesta verðbólga í rúm 8 ár

mbl.is

Verðbólga mæld á 12 mánaða tímabili er nú 4,6% og hefur ekki verið meiri síðan í febrúar árið 2013 eða í rúm átta ár. 

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í apríl 2021, hækkar um 0,71% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,38% frá mars 2021. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%.

Reiknuð húsaleiga hækkaði um 2,5% (áhrif á vísitöluna 0,40%) og matur og drykkjarvörur hækkuðu um 1,1% (0,16% en þar af voru mjólkurvörur 0,11%).

Þetta er ólíkt spá greiningardeildar Íslandsbanka en þann 14. apríl spáði hún því að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,2% á milli mánaða. „Hins vegar mun 12 mánaða verðbólga hjaðna í apríl gangi spá okkar eftir. Húsnæðisverð og hækkanir á verði matvara skýra stærstan hluta af hækkun neysluverðs í mánuðinum. Verðbólguhorfur eru allgóðar og líklega verður verðbólga komin niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans í byrjun næsta árs,“ segir í spá Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK