Brynjar Már Brynjólfsson hefur verið ráðinn sem mannauðsstjóri Isavia. Hann hefur störf nú um mánaðarmótin.
Brynjar starfaði áður sem mannauðsstjóri hjá Reiknistofu bankanna og tæknifyrirtækinu Origo. Hann hefur einnig starfað við mannauðsmál hjá Landsvirkjun og Landsbankanum.
Brynjar lauk B.A. gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2009. Einnig er hann að ljúka MBA gráðu við Háskólann í Reykjavík núna í vor, að því er segir í tilkynningu.
Brynjar hefur setið í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi og var formaður félagsins frá 2018 til 2020.