Félags- og barnamálaráðherra mun í dag eða á föstudag undirrita reglugerð um að hlutabótaleiðin falli inn í atvinnuátakið Hefjum störf.
100 þúsund króna eingreiðsla verður greidd til þeirra sem voru búnir að missa vinnuna fyrir Covid-19, að því er Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra greindi frá eftir ríkisstjórnarfund.
Ráðist verður í fjölbreyttar félagslegar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa, gagnvart öldruðum, fötluðu fólki og sérstök áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál barna og ungmenna.
200 milljónir króna munu renna til Félagsmálaráðuneytisins og 600 milljónir króna sérstaklega til síðastnefnda hópsins.